Dagsferð Fjallahjólaklúbbsins 3, október 2021. Einhver skjálftavirkni gerði vart við sig á Höskuldarvöllum, líkur jukust á eldgosi þar og því ákváðum við að fara og skoða svæðið áður en það hyrfi undir hraun.  Akvegurinn er skelfilegur, einungis fær jepplingum og þaðan öflugri bílum og því hjóluðum við frá Keflavíkurvegi.  Þetta svæði mætti gera aðgengilegra fyrir almenning, hvílík náttúrufegurð steinsnar frá byggð.

Á meðan við vorum á Höskuldarvöllum varð jarðskjálfti þar upp á 3.1 á Richter skalanum.  Við fundum ekki fyrir honum.  Samt varð hann nánast undir fótum okkar.  Við vorum í nestispásu, sátum uppi við borholu sem hefur væntanlega setið á manngerðum „púða“ til að minnka líkur á að rör brystu ef það kæmi jarðskjálfti.

Myndir: Hrönn Harðardóttir og Anna Magnúsdóttir.

Myndirnar má einnig skoða á Google Photos: 2021 - Höskuldarvellir - Spákonuvatn - Sogin