UMFERÐARVEFURINN


Hjáleiðir vegna framkvæmda

Innsbruck Austurríki

Júlí 1998

Framkvæmdir í gangi sem loka gangstéttinni. Til bráðabirgða er útbúin skýrt afmörkuð leið framhjá með rauðri línu þannig að gangandi og hjólandi þurfi ekki að hætta lífinu úti í bifreiðaumferðinni.

 

Þýskaland

Sumarið 1994

Minniháttar framkvæmdir við mikla umferðargötu sem loka merktum hjólastíg. Til bráðabirgða er útbúin skýrt afmörkuð leið framhjá með gulri línu, á kostnað göngustígsins. En það er ekki vandmál þar sem báðir stígarnir voru breiðir og góðir.

 

Amsterdam Hollandi

Ágúst 1998

Framkvæmdir í gangi við umferðargötu.

Til bráðabirgða er útbúin skýrt afmörkuð leið framhjá með gulum plastkanti þannig að gangandi og hjólandi þurfi ekki að hætta lífinu úti í bifreiðaumferðinni.

 

Reykjavík Íslandi

3. apríl 1999.

Ljósmyndari okkar rekst á steypta færanlega kanta hér á Íslandi sem vel mætti nýta til að útbúa hjáleiðir eins og tíðkast erlendis.

Þeir hafa þó ekki enn sést notaðir hér í þeim tilgangi svo okkur sé kunnugt um.

Þarna virðast þeir vera í algjöru tilgangsleysi, notaðir til að hindra aðgengi allra nema fullhraustra göngumanna um gangstétt.

Fólki með barnavagna, í hjólastólum, á reiðhjólum eða hreyfihömluðum virðist ekki ætlaður aðgangur að Háskóla Íslands, þessa leiðina a.m.k.

Íslensku felulitirnir sem gjarnan eru notaðir á svona hindranir auka svo enn á óþægindin með slysahættu.

Þessar síður eru ekki tæmandi úttekt á aðstæðum hjólreiðafólks heldur aðeins nokkrar ábendingar um atriði sem mætti færa til betri vegar.  Við vonum að þeim verði vel tekið og að þær megi nýtast til að gera Ísland hjólavænna í framhaldinu svo almenningur geti nýtt sér þennan holla, hagkvæma og umhverfisvæna valkost í samgöngumálum með öruggum hætti.

Næsta síða

Allar myndir © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.

Texti: Páll Guðjónsson

©ÍFHK Mars 1999.

Til baka á yfirlit