Þó lítið hafi sést til sérhannaðra reiðhjóla fyrir fatlaða hérlendis ennþá, er nú búið að laga nokkrar leiðir í Reykjavíkurborg það mikið að það ætti að vera orðið raunhæft að taka svona hjól í notkun hér.

roll-01.jpg
Smellið á litlu myndirnar til að sjá þær í fullri stærð.

Það eru ekki allir sem geta notið útivistar með eigin afli og notið þess að finna vindinn leika um sig meðan geyst er um skemmtilegar útsýnisleiðir. Nokkur sérsmíðuð hjól eru þó til hérlendis, t.d. er einn góður Hvergerðingur sem þeysist um allt Suðurland á sínu handknúna þríhjóli.

Sérhönnuð hjól eru ýmiskonar, hér eru myndir af Rollfiets hjólinu sem er í raun sterkbyggður hjólastóll sem nota má einan og sér eins og aðra hjólastóla en líka tengja aftan á hann reiðhjól sem aðstoðarmaður drífur áfram. Þannig getur fjölskyldan skroppið í hjólaferð með lítilli fyrirhöfn og fatlaðir fá aukin tækifæri til að komast um umhverfi sitt og taka þátt í daglegu lífi fjölskyldunnar utan heimilisis.

fatl6.jpg

enc4-rol.jpg

roll-10.jpg

roll-08.jpg

roll-03.jpg

 

bike_p.jpg
The Freedom Ryder

 

enc4-han.jpg
Handknúið

Margir sem bundnir eru við hjólastól eru þó það hraustir að þeir geta nýtt sér handknúin þríhjól. Einnig eru margir sem eiga erfitt um gang sem gætu nýtt sér þríhjól þar sem ekki þarf að halda jafnvægi og hægt er að fara eins rólega yfir eins og hverjum hentar.


Víða erlendis eiga félagasamtök ýmis svona sérhönnuð hjól og sjálfboðaliðar sjá um að hjálpa fötluðum til að njóta þeirrar frelsistilfinningar sem útivist gefur.


Ekki má heldur gleyma tveggjamanna tandem hjólum sem henta sérlega vel fyrir blinda eins og ferðasaga Arnórs og Elínar ber gott vitni um. Til vinstri sést hvernig hægt er að breyta tveggjamannahjóli fyrir börn sem eru vaxin upp úr aftanívögnum og eru nógu gömul til að taka virkann þátt í að knýja hjólið áfram.

greenspe.jpg
Torfæruútgáfan
Greenspeed

enc-wind.jpg
The windcheetah

saman.jpg
Elín og Arnór

bcq-m1.jpg
Tveggjamannahjól
breytt fyrir barn

 

  

fast.gif

Það skemmtilega við öll þessi hjól er að þau eru fjöldaframleidd og hægt að kaupa tilbúin eða aðlöguð að þörfum hvers og eins. Hér fyrir neðan eru tengingar á heimasíður nokkurra framleiðenda svona hjóla en þetta er alls ekki tæmandi listi. Klúbburinn á einnig frekari upplýsingar um þessi mál í bókasafninu okkar en það verður að viðurkennast að leiguhúsnæðið okkar býður ekki upp á aðgengi fyrir hjólastóla.

Gaman væri að fá reynslusögur þeirra sem reynslu hafa af svona óvenjulegum hjólum.

Á vef International Human Powered Vehicle Association er að finna mikið af upplýsingingum um alskyns hjól og mikið af tengingum á aðra tengda vefi. Sérstök áhersla er á "recumbent" hjól eins og þau hjól eru kölluð þar sem hjólreiðamaðurinn situr eins og í hægindastól (vantar gott íslenskt orð). Skoðið líka vef The National Bicycle Greenway.

©Páll Guðjónsson

Hjólhesturinn 1. tlb. 7. árg mars 1998

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691