einföld hjólastæðiÞað var hringt úr Listaháskólanum í klúbbsímann. Þar eru nemar að velta fyrir sér hönnun á hlutum sem hjólafólki finnst vanta og gæti komið að góðun notum. Það má vera öryggistæki eða hvað eina sem okkur dettur í hug og dregur ekki úr hagkvæmni hjólsins.

Þeim var bent á að mæta í klúbbhúsið 9. sept fyrir hugarflugsfund. Við óskum því sérstaklega eftir að fá hugmyndaríkt fólk á staðinn.

Öll þriðjudagskvöld síðan í maí í sumar hafa verið farnar svokallaðar þriðjudagskvöldferðir frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30. Búið er að þræða helstu stígana á stór höfuðborgarsvæðinu og nú er komið að þeirri síðustu. Við leggjum af stað eins og vanalega frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30 og veljum okkur einhverja skemmtilega leið niður í Skeifu þar sem Fjallahjólabúðin GÁP býður okkur velkomin með grilluðum pylsum og sértilboðum á ljósum. Kvöldferðunum verður slitið formlega og þátttökubikarinn afhentur. Verslunin verður opin til kl 21 í tilefni dagsinns.

Ferðanefndin. 

Klúbbhúsið Á opnu húsi fimmtudaginn 26. ágúst kl 20:00 til 22:00 verður Baldvin Hansson með kynningu á því sem hann og félagar eru að gera með kortavefnum www.openstreetmap.org og hjólavefsjá.is. Í kjölfarið verðrur hann með námskeið (sýnikennslu) um vefinn og hvernig hann gangast manni með GPS tæki.

Húsið er opið öllum áhugasömum meðan húsrúm leyfir.

Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni og léttar veitingar.

Húsnefnd.

Ber bök og slagorðÞað verður mikið í gangi á Menningarnótt frá morgni til kvölds. Félagar í Fjallahjólaklúbbnum aðstoða við maraþonið um morguninn, Höfuðborgarstofa hvetur til hjólreiða úr bás við Geirsgötu t.d. með kynningum á stígum borgarinnar. Dr. B.Æ.K. verður í Borgartúni,  ástandsskoðar hjól, aðstoðar og gefur góð ráð. Síðan verður fjörug hjólalest á ferðinni um miðjan dag og hvetjum við alla til að vera með í þeirri skemmtilegu uppákomu.

Hjólarein eftir HverfisgötuÍ dag verða opnaðar sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu. Sunnanmegin er búið að merkja fagurgræna hjólarein þar sem áður voru bílastæði. Einnig hafa verið útbúnir rampar þar sem leiðin liggur sumsstaðar yfir útskot í gangstéttinni. Hjólareinin er ekki óslitin alla leið enda er hér eingöngu um tilraunaverkefni að ræða. Norðanmegin hafa verið málaðir hjólavísar til að minna ökumenn á að þeir deila götunni með hjólandi umferð og að bæði ökutækin eiga jafnan rétt á götunum.

hjólalest á menningarnótt 2009Á Menningarnótt,  21.ágúst 2010 verður hjólað í fjörugri hjólalest frá Klambratúni niður að miðborginni. Þetta er innblásið af World Naked Bike Ride hreyfingunni, og er lífleg og jákvæð leið til að draga athuyglui að jákvæðum þáttum hjólreiða, og að það þurfi að gera betur þannig að fleiri  þora að hjóla, og fá þannig einstakt tækifæri til að efla heilsu og stórminnka umhverfisáhrif af sínum samgöngum.  

(English below) Sem sagt ... Kl. 15:00 á Menningarnótt í Reykjavík munu glaðir hjólakappar hittast á miðju Klambrattúnni/Miklatúni og rúlla þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn.

Allir eru velkomnir, látið orðið berast til vina og vandamanna!

Hjólabraut á HverfisgötuStarfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundins hjólreiðastígs á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Á opnu húsi á fimmtudaginn 19. ágúst kemur Hans Heiðar Tryggvason arkítekt og kynnir hugmyndina að baki og framkvæmdina sjálfa. Húsið opnar kl 20 en Hans hefur kynninguna sína kl 21. og situr fyrir svörum á eftir.

 

Okkar leið - allra málefni Hjólað til styrktar krabbameinsrannsókna

Alissa R. Vilmundardóttir lagði nýlega af stað í hjólaferð í kringum landið til að kynna og styrkja Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum undir kjörorðinu Okkar leið – allra málefni. Ferðin hefur verið í undirbúningi síðustu 6 mánuði og upphaflega voru þær tvær, en ferðafélagi Alissu hætti við ferðina og því fer hún ein um landið. Verndari söfnunarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.

Klúbbhúsið Brekkustíg 2Á opnu húsi annað kvöld verður kompukvöld - einnig þekkt undir orðinu skiptimarkaður. Vanti þig eitthvað eða hafir þú eitthvað til kaups, sölu eða skipta endilega komdu og gerðu góð kaup (Eða sölu). Allt hjóladót velkomið; heil hjól, partar fatnaður eða hvað eina.

Húsið opnar kl 20 og verður opið til kl 22. Einhverjar veitingar í boði.
Húsnefnd.

Skálafell Það voru hjól upp um allar hlíðar við opnun Hjólagarðsins, Bike Park, í Skálafelli 8. Ágúst 2010. Strákar á öllum aldri; pabbar, afar, skólastrákar og venjulegir íslenskir töffarar – áttu velheppnaðan dag í fjallinu enda rjómablíða og yfir 20 stiga hiti. Íslenski fjallahjólaklúbburinn bauð gestum upp á pulsu og kók, Dj. Simmi breytti íslenskum náttúruhljóðum yfir í nýjar víddir, hjólabúðir sýndu vörur sínar og keppt var á BMX í drulluhoppi.

VeiðivötnFarið veður frá klúbbhúsinu við Brekkustíg, föstudagsmorguninn 6. ágúst kl. 10.00. og ekið að Vatnsfelli og hjólað þaðan í Veiðivötn. Á laugardeginum verður hjólað um Veiðivatnasvæðið og stórkostleg náttúra svæðisins skoðuð. Á sunnudeginum verður hjólað í Jökulheima. Þaðan ekið heim.

Gist verður í skála Ferðafélagsins í Veiðivötnum, eða tjöldum sem það kjósa.
Verðið er 10.000.kr.innifalin er akstur til og frá Veiðivötnum og gisting báðar næturnar. Hámarksfjöldi er 12.manns.

Fyrsta skóflustunganÁ sunnudaginn 8. ágúst verður opnað í Skálafelli fyrsta Bike-Park á Íslandi fyrir fjallahjólreiðar.
Lögð verður alls 3 km löng braut með um 350 m fallhæð. Hægt verður að nota stólalyftuna til að komast upp á fjallstopp og hjóla niður. Á neðri hluta svæðisins verða Dirt-Jump og BMX stökkpallar.
Formleg opnun verður þann 8. ágúst með keppni í BMX og Fjallabruni en nánari dagskrá verður auglýst síðar. Til stendur að hafa svæðið opið um helgar fram á haust á meðan veður leyfir.

Heljardalsheiði Fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir ferð yfir Heljardalsheiði þann 18. júlí. Heljardalsheiði var helsta samgönguæð milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar áður fyrr, áður en akvegur var lagður yfir Öxnadalsheiði. Akvegur hefur aldrei verið lagður yfir Heljardalsheiði en vegslóði var gerður yfir heiðina á níunda áratug seinustu aldar, sem er orðinn frekar torfærinn í dag.

Lagt verður af stað frá Melum í Svarfaðardal (sjá staðsetningu á korti) klukkan 8:45 á sunnudeginum og ferðin enduð á Hólum í Hjaltadal. Leiðin er um 40 kílómetra löng en heiðarleiðin sjálf er um 20 kílómetrar en restin er á akvegi. Áætlaður ferðatími er 6-9 klukkustundir. Hæðin liggur hæst í 860 metra hæð og er hún tiltölulega brött og grýtt beggja megin þannig að gera má ráð fyrir að teyma hjólin upp mesta brattann og jafnvel eitthvað niður Skagafjarðarmegin. Ferðin krefst því að þáttakendur séu í góðu formi og séu tilbúnir að takast á við erfiðar aðstæður. Vaða þarf Kolbeinsdalsá þegar um klukkutími er eftir í Hóla í Hjaltadal og getur það verið nokkuð krefjandi. Mismikið rennsli er í ánni en menn hafa verið að vaða hana upp í hné og alveg upp í klof í sumum tilfellum. Einhverjir snjóskaflar verða einnig á leiðinni nálægt toppi heiðarinnar. Ferðin er því ekki síður ævintýraferð en hjólaferð. Mælst er til að hafa farangur í bakpoka frekar en í töskum á hjólinu þannig að auðveldara verði að koma hjólinu yfir torfærur. Þeir sem standa fyrir ferðinni hafa meðferðis helstu verkfæri og varahluti fyrir hjólin.

KlúbbhúsiðWalther Knudsen kemur í klúbbhúsið á fimmtudaginn til þess að ræða og miðla þróun þeirra félagsstarfa í hjólheimum sem hann hefur verið þátttakandi í. Hann var varaformaður European Cyclists Federation 1998 -2000. Húsið opnar kl. 20 og við skulum stefna á að enska sé aðaltungumálið með fyrirspurnarleyfum á íslensku, dönsku og ensku.

Við hjá Árstíðaferðurm - SeasonTours bjóðum upp á leiðsagðar ferðir um
Reykjavík á rafhjólum. Ferðirnar eru jafnt í boði fyrir Íslendinga og
erlenda gesti.
Einnig bjóðum við upp á rafhjólaleigu. Sjá nánar www.seasontours.is

Kær kveðja, Gunnar Þór Gunnarsson

Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur ár hvert staðið fyrir hjólreiðaferð til Viðeyjar og ferðin verður að þessu sinni í 29. júní. Þessar ferðir hafa undanfarin ár verið geysilega skemmtilegar og menn viðrað stálfáka sína í Viðey. Hjólaleiðin er ekki svo löng né strembin og allir velkomnir með, hvort heldur vanir hjólagarpar eða byrjendur. Allir reiðhjólaeigendur velkomnir með hjólin sín! Viðeyjastofa verður opin svo hægt verður að kaupa veitingar á meðan dvöl okkar stendur.

Leiðsögn: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

ATH: Siglt er frá Skarfabakka kl.19:15. Aukaferð verður frá Skarfabakka kl 18:15 ef einhver vill eyða meiri tíma í Viðey.
Siglt verður til baka um kl 22:00.

 Verðskrá í Viðeyjarferjuna:

Börn að 0 - 6 ára  ókeypis
Börn 6 – 18 ára kr. 500.-
Fullorðnir að 67 ára kr. 1000.-
Eldri borgarar  kr. 900.-
Námsmenn  kr. 900.-
Öryrkjar  kr. 900.-


Ferðanefnd og Verkefnastjóri Viðeyjar.

Fjallahjólaklúbburinn er ekkert í fríi og verður með opið hús á fimmtudaginn 17. júní milli 20:00 og 22:00. Viðgerðaaðstaðan opin og léttar veitingar. Engin formleg dagskrá en líklegt er að einhver verði að spá í ferðir á næstunni enda sumarfríin um það bil að bresta á.

 Húsnefnd. 

Fimmtudaginn 10. júní kl 20:00 kemur Albert Jakobsson formaður HFR og færir okkur í allan sannleikann um Bláalónsþrautina sem haldin verður sunnudaginn 13. júní eins og allir vita. Hann ætlar að kynna þrautina í máli, tölum og sennilega myndum líka og svara öllum okkar spurningum varðandi þrautina. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvort þetta sé ekki of langt eða erfitt og finnast ekkert erindi eiga í þetta. Albert hjálpar líka að meta hvort sá hinn sami eigi erindi.  Þegar þetta er skrifað eru 142  þegar búnir að skrá sig á netinu og góðar líkur á þátttökumeti en í fyrra voru þátttakendurnir 300. Komdu með, þú sérð ekki eftir því. 

Auk þess verður létt kynning á félaginu HFR, starfssemi þeirra, mótum og æfingum.

Að sjálfsögðu verða léttar veitingar og viðgerðaaðstaðan niðri opin. Gott tækifæri tið að yfirfara hjólið og gera klárt.

Farin verður árleg fuglaskoðunarferð frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum kl 19:30. Jakob Sigurðsson verður með í för og segir okkur frá þeim fuglum sem verða á vegi okkar. Hann er áhugamaður um fugla og verður með okkur á vegum Fuglavernar (sjá fuglavernd.is). Farinn verður hringurinn í Grafarvoginum í rólegheitunum og stoppað oft. Munið eftir sjónaukanum.

Ortlieb hjólatöskur hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og eru vel þekktar meðal hjólreiðafólks. Fyrirtækið býður beiða línu af vönduðum töskum sem henta við ýmiskonar verkefni. Verslunin Hirzlan Smiðsbúð 6 í Garðabæ veitir félagsmönnum 15% afslátt (kredit og debet) af Ortlieb töskum og fylgihlutum. hirzlan.iswww.vild1.com