KlúbbhúsiðWalther Knudsen kemur í klúbbhúsið á fimmtudaginn til þess að ræða og miðla þróun þeirra félagsstarfa í hjólheimum sem hann hefur verið þátttakandi í. Hann var varaformaður European Cyclists Federation 1998 -2000. Húsið opnar kl. 20 og við skulum stefna á að enska sé aðaltungumálið með fyrirspurnarleyfum á íslensku, dönsku og ensku.

Við hjá Árstíðaferðurm - SeasonTours bjóðum upp á leiðsagðar ferðir um
Reykjavík á rafhjólum. Ferðirnar eru jafnt í boði fyrir Íslendinga og
erlenda gesti.
Einnig bjóðum við upp á rafhjólaleigu. Sjá nánar www.seasontours.is

Kær kveðja, Gunnar Þór Gunnarsson

Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur ár hvert staðið fyrir hjólreiðaferð til Viðeyjar og ferðin verður að þessu sinni í 29. júní. Þessar ferðir hafa undanfarin ár verið geysilega skemmtilegar og menn viðrað stálfáka sína í Viðey. Hjólaleiðin er ekki svo löng né strembin og allir velkomnir með, hvort heldur vanir hjólagarpar eða byrjendur. Allir reiðhjólaeigendur velkomnir með hjólin sín! Viðeyjastofa verður opin svo hægt verður að kaupa veitingar á meðan dvöl okkar stendur.

Leiðsögn: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

ATH: Siglt er frá Skarfabakka kl.19:15. Aukaferð verður frá Skarfabakka kl 18:15 ef einhver vill eyða meiri tíma í Viðey.
Siglt verður til baka um kl 22:00.

 Verðskrá í Viðeyjarferjuna:

Börn að 0 - 6 ára  ókeypis
Börn 6 – 18 ára kr. 500.-
Fullorðnir að 67 ára kr. 1000.-
Eldri borgarar  kr. 900.-
Námsmenn  kr. 900.-
Öryrkjar  kr. 900.-


Ferðanefnd og Verkefnastjóri Viðeyjar.

Fjallahjólaklúbburinn er ekkert í fríi og verður með opið hús á fimmtudaginn 17. júní milli 20:00 og 22:00. Viðgerðaaðstaðan opin og léttar veitingar. Engin formleg dagskrá en líklegt er að einhver verði að spá í ferðir á næstunni enda sumarfríin um það bil að bresta á.

 Húsnefnd. 

Fimmtudaginn 10. júní kl 20:00 kemur Albert Jakobsson formaður HFR og færir okkur í allan sannleikann um Bláalónsþrautina sem haldin verður sunnudaginn 13. júní eins og allir vita. Hann ætlar að kynna þrautina í máli, tölum og sennilega myndum líka og svara öllum okkar spurningum varðandi þrautina. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvort þetta sé ekki of langt eða erfitt og finnast ekkert erindi eiga í þetta. Albert hjálpar líka að meta hvort sá hinn sami eigi erindi.  Þegar þetta er skrifað eru 142  þegar búnir að skrá sig á netinu og góðar líkur á þátttökumeti en í fyrra voru þátttakendurnir 300. Komdu með, þú sérð ekki eftir því. 

Auk þess verður létt kynning á félaginu HFR, starfssemi þeirra, mótum og æfingum.

Að sjálfsögðu verða léttar veitingar og viðgerðaaðstaðan niðri opin. Gott tækifæri tið að yfirfara hjólið og gera klárt.

Farin verður árleg fuglaskoðunarferð frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum kl 19:30. Jakob Sigurðsson verður með í för og segir okkur frá þeim fuglum sem verða á vegi okkar. Hann er áhugamaður um fugla og verður með okkur á vegum Fuglavernar (sjá fuglavernd.is). Farinn verður hringurinn í Grafarvoginum í rólegheitunum og stoppað oft. Munið eftir sjónaukanum.

Ortlieb hjólatöskur hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og eru vel þekktar meðal hjólreiðafólks. Fyrirtækið býður beiða línu af vönduðum töskum sem henta við ýmiskonar verkefni. Verslunin Hirzlan Smiðsbúð 6 í Garðabæ veitir félagsmönnum 15% afslátt (kredit og debet) af Ortlieb töskum og fylgihlutum. hirzlan.iswww.vild1.com

Lagt af stað frá Árbæjarsafni kl 10:00 laugardagsmorgun. Hjólað er til Úlfljósvatns um Nesjavallaleið. Gist á Úlfljótsvatni í tjöldum en hægt er að fá innigistingu á vægu verði en hana þarf að panta hjá Heiðari: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða s: 898 0282. Farangur verður trússaður inneftir þannig að þetta er létt ferð og fjölskylduvæn.

Úlfljótsvatnshlaupið verður á laugardagsmorgninum og er öllum heimil þátttaka. Hlaupavegalengdin er um 25.km. Þannig að þeir sem vilja geta farið inneftir á föstudeginum og tekið þátt í hlaupinu og hjólað með hópnum til baka á sunnudeginum.  bara hugmynd...
Það er góður möguleiki að hjóla leiðina ef áhugi er fyrir því að hlaupinu loknu. Leiðin er stikuð.

Einnig er á staðnum lítið vatna-safary í líkingu við Wipaut, sem gaman er að þegar hlýtt er í veðri.

Nánari upplýsingar um svæðið á heimasíðu Úlfljótsvatns www.ulfljotsvatn.is

Nánari upplýsingar veitir Björgvin í síma:662 6440  


Ferðanefnd.

 

29. maí 2010 - Hjólaferð í Bása frestað, hjólað í Bláa lónið í staðinn. Hjólaræktin fékk ekki leyfi til að hjóla fyrir neðan Gígjökul um helgina og því er ferðinni frestað. Í staðinn verður hjólað í Bláa lónið. Mæting er á laugardagsmorguninn kl.10:00 á bílaplani við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Keyrt á eigin bílum í Bláa lónið. Hjólaðir verða um 42 km frá Bláa lóninu meðfram vatnsröri, Eldvörpum og Sandfelli að Reykjanesvita. Svo verður hjólað til baka til Grindavíkur og endar hjólaferðin við Bláa lónið en um helgina er tilboð þar (1000 kr.). Munið eftir nesti, viðgerðarsetti, sundfötum og veski.

höldum upp á að vorið sé komið með pompi og prakt. Léttar veitingar allir velkomnir. Viðgerðaaðstaðan opin eins og alltaf. Reynsluboltar tilbúnir til skrafs og ráðagerðar. Herlegheitin munu standa yfir milli kl 20 og 22 við og í klúbbhúsinu.

Stjórnin.

Hjólaferð með Útivist 29 – 30. maí.

 

Verð 0.- kr.

Það er allt annað að fara inn í Bása á hjólhesti en í jeppa og ávinningurinn er auðvitað sá að menn kynnast landinu á nýjan hátt. Farið á einkabílum að Stóru-Mörk og hjólað þaðan um 25 km leið inn í Bása og gist þar. Sama leið hjóluð til baka sem er mun léttara því það hallar niður á við. Munið eftir nesti og viðgerðarsetti. Skráning á skrifstofu Útivistar.

 

Síða Útivistar: http://www.utivist.is/utivist/ferdaaaetlun/hjolaraektin/?ew_3_cat_id=103424&ew_3_p_id=22706290#

Klúbbhúsið Brekkustíg 2Íslenski Fjallahjólaklúbburinn verður með opið klúbbhúsið sitt fyrir alla á meðan að Hjólað verður í vinnuna. Allir eru velkomnir að hjóla við á Brekkustíginn og skoða aðstöðuna, njóta leiðsagnar félaga ÍFHK um hjólið og fá sér kaffisopa. Aðstaðan að Brekkustíg 2 verður opin alla virka daga frá kl. 17 - 20. Á fimmtudagskvöldum verður opið fram eftir kvöldi.

Ef það skyldi hafa farið framhjá nokkrum manni þá stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna. Fimmtudaginn 6.maí kemur Kristín frá ÍSÍ og svarar spurningum ásamt því að fara yfir smá tölfræði um þróun keppninnar í gegnum árin. Að sjálfsögðu verður viðgerðaaðstaðan opin og heitt á könnunni. 

Húsið er opið milli kl 17:00 og 22:00 og verður Jóna á staðnum um kl 20 til 22.

Húsnefnd.

 

David Robertson kemur í klúbbhúsið og heldur fyrirlestur um hjólamenningu Lundúna, starfssemi Kriacycles og hvernig maður getur gert upp eldri hjól með glæsibrag og litlum tilkostnaði.

Þess má geta að Kriacycles hafa nýverið fengið umboð fyrir Specialized hjól og eru menn stórhuga með framtíðina.

Húsið opnar kl 20:00 með léttum veitingum. kl 20:20 hefst svo sjálfur fyrirlesturinn. Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leifir.

Húsnefnd

banff Banff fjallamyndahátíðin verður haldin mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. apríl. Þetta eru sem sagt tvö kvöld og sýndar verða mismunandi myndir hvorn dag. Dagskrána má finna hér neðar í fréttinni.

Sýningarnar verða í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þær stundvíslega klukkan 20:00. Miðaverð á hvort kvöld er 1.000,- kr. fyrir félaga í Ísalp (framvísið félagsskírteini) en 1.200,- kr. fyrir utanfélagsmenn. Ef keyptir eru miðar á bæði kvöldin í einu eru þeir á 1.600,- kr. fyrir félagsmenn og 2.000,- kr. fyrir aðra.

Við vonumst til að sjá sem flesta og eins og alltaf stólum við á að félagar láti orðið berast og auglýsi hátíðina sem víðast. Dagskráin er fjölbreytt og því eitthvað að finna fyrir allt áhugafólk um útivist og jaðarsport.

Með vorkveðju, Stjórn ÍSALP

Sesselja TraustadóttirVor 2010, skólar á höfuðborgarsvæðinu, hraustir krakkar, fallegt land og skemmtilegar ferðaleiðir. Vegna alls þessa ákváðu Hjólafærni á Íslandi og SEEDS að bjóða öllum unglingadeildum á höfuðborgarsvæðinu að hjóla með í vorferð í Bláfjöll árið 2010.

Ársþing LHM var haldið fimmtudaginn 25. febrúar í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2. Dagskrá var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Fundargerð verður sett á vef LHM.

Meðal annars kynnti Morten Lange formaður ársskýrslu stjórnar og lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar fyrir LHM og verkefnið Hjólafærni.

Gerðar voru nokkrar lagabreytingar. Breytingarnar eru kynntar á vef LHM ásamt nýjum lögum.

Sumardagurinn fyrsti er á næsta fimmtudag 22. apríl, Hjólreiðafélag Reykjavíkur ætlar að hafa veglega æfingu af því tilefni og leggja saman sam-hjól og vera með Samhjól á sumardaginn fyrsta, hjóla í Nesbúð á Nesjavöllum.  Komdu með !

sjá nánar   ->