Þá er þriðjudagskvöldferðunum okkar lokið að sinni.  Það var Sigrún Lundquist sem vann mætingabikarinn, mætti í 15 af 17 ferðum sumarsins.  Hákon J. Hákonarson gaf Fjallahjólaklúbbnum farandbikar sem vinningshafinn hampar ár hvert.  Í september verður haldið myndakvöld með myndum úr þriðjudagsferðunum, fjölsóttust var Viðeyjaferðin okkar, 32 þátttakendur á öllum aldri, en flesta þriðjudaga mættu á bilinu 10-15 manns.  Ekki var ákveðið fyrirfram hvert yrði hjólað, en veður, vindar og óskir þátttakenda réðu för hverju sinni.  Við þökkum öllum sem hafa hjólað með okkur í sumar og vonumst til að sjá sem flest aftur næsta sumar.