Farið á einkabílum yfir að þjónustumiðstöðinni Þingvöllum og upp eftir Uxahryggjarvegi þangað til malbiki sleppir og mölin byrjar, þar er lítið bílastæði. 

Lagt af stað hjólandi kl 11:00 og hjólað upp eftir Uxahryggjarvegi, eins langt og fólki langar til, en svo verður snúið aftur við og hjólað til baka.  

Fjallahjól eða hybrid, um er að ræða sæmilegan malarveg.  

Komið við í Þjónustumiðstöðinni og snæddur Ís áður en leiðir skilja eftir ánægjulegan hjóladag.  Gera má ráð fyrir að ferðin taki 5-6 tíma, tvö nestisstopp.  

Það var stofnaður viðburður á fésbókinni og þar getur fólk boðið eða óskað eftir fari.  Facebookskráning

Þátttaka er ókeypis en þeir sem þiggja far fyrir sig og reiðhjól borgi 1500 krónur fyrir.