Fjallahjólaklúbburinn hefur nú skipulagt helgarferð um svæði frá Kili, inn undir sunnanverðan Hofsjökul og niður með Þjórsá.

Hjólaleiðin er mjög krefjandi og krefst færni í hjólreiðum á fjöllum. Leiðin liggur eftir grófum malarslóða, hraun og sanda. Einnig þarf að fara yfir nokkrar ár. Erfiðleikastig er 9/10.


Gert er ráð fyrir að reiðhjólin séu tilbúin í erfiðar aðstæður og að fólk hafi ekki farangur á hjólunum fyrir utan smá orkubita, viðgerðarbúnað s.s. slöngu, bætur og pumpu. Trússbíll fylgir hópnum alla leið og lágmarks skyndihjálparbúnaður verður meðferðis.

Ferðaáætlun: Trússbíll tekur farþega, farangur og reiðhjól við hús Fjallahjólaklúbbsins við Brekkustíg á föstudeginum kl  17.  Gert er ráð fyrir að öll hjól og farangur verði  á kerru og ofaná þaki bílsins. Farangur verður því að vera vatnsheldur (í vatnsheldum töskum eða stórum plastpokum). Ekið verður austur í sveitir og borðaður kvöldmatur á leiðinni (ekki innifalið í verði). Síðan verður ekið inn á Kjalveg að Gíslaskála í Svartárbotnum þar sem verður gist í svefnpokaplássum.

Leiðarlýsing: Á laugardeginum er hjólað frá Gíslaskála í Svartárbotnum á Kili inn að Kerlingafjöllum, um það bil 15km leið. Þaðan er svo hjólað norður fyrir Kerlingafjöll inn að Setri, skála F4x4 sunnan undir Hofsjökli, um það bil 25km leið. Á sunnudeginum er áætlað að hjóla Gljúfurleitarleið niður með Þjórsá, um 80km leið. Vegalengdin sem hjólað verður á sunnudeginum fer þó eftir aðstæðum.

Nánari lýsing: Lagt verður af stað hjólandi á laugardagsmorgni kl 10 eftir grösugum slóða út á Kjalveg og inn á Kerlingafjallaveg. Fyrsta nestisstopp verður við Kerlingafjallaskála. Hjólað verður áfram að Jökulfallinu en ferjað verður yfir gerist þess þörf.  Leiðin liggur áfram norður fyrir Kerlingafjöll yfir sendin svæði. Hugsanlega verður að ferja fólk yfir bleytu á sléttunum undir Loðmundi. Áð verður þegar komið er yfir slétturnar og tækifæri til að fara í þurr föt og borða. Hjólað er áfram meðfram Illahrauni að skálanum Setur.

Ef ekki verður búíð að opna veginn norðan Kerlingafjalla þá verður plan B að hjóla suður fyrir Kerlingafjöll, og plan C að gista fyrri nótt í Hólaskógi og hjóla norður Gljúfurleit og sömu leið til baka. Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að taka ákvörðun um leiðarval með stuttum fyrirvara.

Lýsing á skálanum í Svartárbotnum: www.gljasteinn.is
Lýsing á skálanum í Setri: www.f4x4.is
Lýsing á skálanum í Hólaskógi: www.gljasteinn.is

Skipuleggjendur: Sif og Árni
Skráning á netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Upplýsingar um ferðina: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð: 27.000.- á mann. Innifalið er trúss, gisting í skálum, matur laugardagskvöld, morgunmatur á sunnudegi og nesti fyrir sunnudag. Upphæð greidd inn á reikning Fjallahjólaklúbbsins: 0515-26-600691 ktal 600691-1399.  Greiðsla þarf að berast í síðasta lagi 10 júlí 2013.  Sendið staðfestingarpóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. við greiðslu í netbanka.