námskeið

Í apríl verða 3 opin námskeið í viðgerðum á reiðhjólum (meðlimir í Fjallahjólaklúbbnum hafa forgang). Námskeiðin eru haldin fimmtudagana 10., 17. og 24. apríl í félagsaðstöðu klúbbsins að Brekkustíg 2.

Hefjast þau stundvíslega kl. 20 á verkstæðinu og standa til kl.22:00. Uppi verður að vanda boðið upp á kaffispjall og léttar veitingar.
ATH: Fjöldi nemenda á námskeiðin er takmarkaður svo vissara er að skrá sig á námskeið með símtali eða tölvupósti.  

Þetta eru tvö byrjendanámskeið; 10. og 17. apríl.
Magnús Bergsson kennir á námskeiði 1. og Fjölnir Björgvinsson á námskeiði 2.

Á viðgerðarnámskeiði 1, byrjendur, verður farið yfir helstu grunn viðgerðir og stillingar á hjólinu.
Gera við sprungið dekk, stilla: bremsur, stýri og hnakk ásamt því að skipta um bremsupúða. Nokkrar tegundir bremsa verða teknar fyrir og útskýrðir kostir þeirra og gallar; púða-, diska- og skálabremsur.

Á viðgerðarnámskeiði 2, byrjendur,  verður farið í að stilla gíra bæði framan og aftan. Hvernig má herða út í legur í sveifarhúsi og nöfum, og stýrislegu. Slit á keðju mælt. Almenn yfirferð og útskýring á drifbúnaði og stutt yfirferð á stillingu bremsa.

Framhaldsnámskeið; viðgerðir fyrir lengra komna, verður 24. apríl undir leiðsögn Magnúsar Bergssonar yfirhjólreiðamanns íslensku alþýðunnar.
Hann hyggst skoða með þátttakendum dempara (framan og aftan), viðhald og val á viðeigandi dempurum fyrir mismunandi aðstæður. Enn fremur verður leitast við að laga slátt í gjörðum með því að stilla til teinana og stutt yfirferð verður á stillingu gíra.

Þeir sem eiga hjól með fyrrgreindum þáttum í ólagi eru hvattir til að mæta með þau og fá aðstoð við viðgerðina.

Aðgangur er öllum opinn. Fyrirfram skráning fer fram hjá Fjölni í s.
840-3399 eða með tölvupósti í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með góðri kveðju og þökk fyrir kynningu, Sesselja Traustadóttir s. 864 2776