Frá Alicante til Santiago de Compostela.
Að láta draumana rætast.

Síðastliðið haust hjólaði félagi Ingibergur  eina af mörgum pílagrímaleiðum til hinnar heilögu borgar Santiago de Compostela. Leiðin sem farin var er 1350 km löng og  gengur meðal annars  undir nafninu Camino de Levante.

Fimmtudaginn 21 mars sýnir Ingibergur myndir úr ferðinni í klúbbhúsinu okkar að Brekkustíg 2. Hér er tilvalið tækifæri til að fræðast og fá hugmyndir að næsta sumarfríi hvort sem farið er á reiðhjóli eða fótgangandi. Húsið opnar kl. 20.

---------------------------------------------------------------------------

Það var góð mæting þetta kvöld eins og sést á þessari mynd: