Bjartur og 3SH ætla að taka höndum saman og halda samhjól á gamlársdagsmorgun. Hjóluð verður skemmtileg leið sem hentar öllum og eftir túrinn verður þátttakenndum boðið í heitu pottana í Sundhöll Hafnarfjarðar.

Lagt verður stundvíslega af stað kl. 09:30 frá Sundhöll Hafnarfjarðar. Hjólað verður í ca. einn og hálfan klukkutíma, á hraða sem hentar öllum og verður hópnum reglulega safnað saman.

Leiðin er um 35 kílómetrar og að mestu flöt. Gert er ráð fyrir tveimur stuttum stoppum.

Eftir túrinn er síldarveisla í andyri Sundhallarinnar og í boði verður að skella sér í heitu pottana. Munið eftir sundfötum og góða skapinu.

“Gamla” sundhöllin er á Herjólfsgötu 10 í vesturbæ Hafnarfjarðar. Ef hjólaður er strandstígurinn þá er ekki annað hægt en að rekast á hana. Sundhöllin var fyrsta sundlaugin í Hafnarfirði og er þekkt fyrir sitt rólega andrúmsloft og rómaða umhverfi.

Viðgerðarmaður Bjarts verður á staðnum ef eitthvað klikkar.

Kort: http://goo.gl/maps/xEW9l

Facebook event: https://www.facebook.com/events/206883062782559/?ref=ts&fref=ts

Kveðja, stjórn Bjarts

gamla_sundhollin_00.jpggamla_sundhollin_01.jpg