Næsta fimmtudagskvöld er kaffihúsakvöld og verður að vanda boðið upp á gott kaffi. Einhverjar sérstaklega góðar baunir verða valdar í þetta sinn.
Í haust var hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Undirritaður sendi ásamt félögum inn tillögur að hjólasvæði í Öskjuhlíð. Var tillagan valin í hóp tíu tillagna sem verðlaun hlutu. Ég ætla að kynna tillögurnar á fimmtudaginn og spjalla um Öskjuhlíð og hjólasvæði. Sjáum svo hvert spjallið leiðir okkur. Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.

Arnaldur