Ágætu félagar. Fimmtudaginn 22. nóvember verður opið hús hjá Fjallahjólaklúbbnum og gestir kvöldsins eru stofnendur nýjustu hjólabúðarinnar í bænum, Reiðhjólaverslunarinnar Berlín, sem hóf göngu sína í júlí sl. Hún sérhæfir sig í klassískum hjólum og fatnaði, allt frá sokkum upp í vetrarfrakka, sérstaklega ætlað fyrir borgarhjólreiðar. Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
Viðgerðaraðstaðan verður sem endranær opin á neðri hæðinni. Verið velkomin. Þökk fyrir og sjáumst