Næsta fimmtudagskvöld (15. nóv) er þemað vetrarhjólreiðar. Farið verður lauslega yfir ýmislegt tengt vetrarhjólreiðum. Þetta verður óformlegt en kjörið tækifæri til að spyrja um búnað og fleira tengt vetrarhjólreiðum.

Eitt af því sem þarf til hjólreiða í skammdeginu er góður ljósabúnaður. Albert Jakobsson úr HFR kemur með nokkur ljós frá Light and Motion til að sýna okkur.

Kaffihúsakaffi verður í boði.