Couch Fest Films og Fjallahjólaklúbburinn býður unnendum kvikmynda að koma og njóta þess að horfa á nokkrar stuttmyndir í hlýlegu og heimilislegu umhverfi að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.  Laugardaginn 10 nóvember 2012.  Sýningin hefst kl 14:00 og stendur í klukkutíma.  Þó er rétt að taka fram að myndirnar sem verða sýndar í klúbbhúsinu eru tilraunakenndar og ekki við hæfi barna eða viðkvæms fólks.  Hér má sjá þær myndir sem verða sýndar í klúbbhúsinu: http://www.couchfestfilms.com/films-2012-rvk1.html Aðgangur ókeypis og allir vekomnir á meðan húsrúm leyfir.  Og hér má sjá dagskrána í Reykjavík, sýnt verður á nokkrum stöðum í Reykjavík þennan dag og fólk hefur tíma til að labba / hjóla á milli þeirra.  http://www.couchfestfilms.com/RVK2012.html