Hrönn mun þá sýna myndir og myndband frá ferð Fjallahjólaklúbbsins frá Landmannalaugum niður á Hellu með viðkomu í Dalakofanum.  Húsið að Brekkustíg 2 opnar kl 20:00   og myndasýningin byrjar stundvíslega kl 20:15.  Myndbandið er í heimildamyndalengd, eða yfir 40 mínútur, svo það verður sannkallað níu-bíó en áætlaður sýningartími myndbandsins er kl 21:00.

Viðgerðaaðstaðan verður opin á neðri hæð hússins eins og venjulega.

Ferðanefnd