Á opnu húsi ÍFHK næstkomandi fimmtudagskvöld verður kynning á VÄTTERNRUNDAN, stærsta afþreyingarhjólamóti í heimi með yfir 20 þúsund þáttakendum sem hjóla 300 kílómetra leið kringum VÄTTERN. Þáttakendum frá Íslandi hefur fjölgað ár frá ári og í sumar fór 11 manna hópur sem kláraði allur keppni. Hópurinn mætir með ferðasöguna í farteskinu, myndir og videó, ásamt því að spjalla við áhugasama um þáttökuna og hvað þarf að hafa í huga. Léttar veitingar verða á boðstólnum. Húsið opnar kl. 20.