Klúbbhúsið Brekkustíg 2Kompukvöld verður haldið fimmtudaginn 14 júní  á Brekkustígnum. Kompukvöldin eru orðin nokkuð fastur punktur í starfsemi félagsins þar sem hjólafólk getur selt eða keypt ýmsan varning .. föt, dekk, gírskipta, styri, dempara og margt annað. Að þessu sinni ætlum við að bjóða fólki að koma með hjól til sölu af öllum stærðum og gerðum. Tilvalið fyrir unga sem gamla að selja eða kaupa draumahjólið á viðráðanlegu verði. Að sjálfsögðu má prútta ! Kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin að venju.

Fyrirhugað demparanámskeið frestast um 2 vikur.