Þá hefjast aftur þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins.  Brottför þriðjudaginn 1. maí kl 19:30 frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, aðalinngangi.  Hjólað er í rólegheitum í gegn um Fossvogsdalinn, vestur í bæ og endað í vöfflukaffi í Klúbbhúsinu okkar á Brekkustíg 2.  Allir velkomnir.