Á fimmtudagskvöldið kemur Haukur Eggertsson í heimsókn og segir frá sjö ferðum yfir Arnarvatnsheiði og drögum að þeirri áttundu. Haukur er þaulvanur hjólaferðum á hálendinu og um að gera að njóta mynda, frásagnar og tækifæris til spurninga. Haukur á einnig afmæli þennan dag svo honum hefur verið lofað afmælisköku og góðu kaffi. Allir hvattir til að mæta og syngja afmælissönginn.