Næsta fimmtudagskvöld er þriðja og síðasta viðgerðarnámskeiðið og verða bremsur teknar fyrir. Byrjað verður að fara yfir mismunandi tegundir bremsa og svo farið í stillingu og viðhald á gjarðabremsum.

Eftir kaffi verður svo litið á diskabremsur. Sýnt verður hvernig má liðka þær til og stilla. Eins og vanalega verður opið fyrir fjörugar umræður um þessi mál.

Einar og Arnaldur