Á málþinginu verður fjallað um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri. 

Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt.

Dagskrána og nánari upplýsingar má sjá á vef Landssamtaka hjólreiðamanna: Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi, málþing