Fimmtudaginn 16. febrúar næstkomandi mun ferðanefnd Fjallahjólaklúbbsins kynna ferðir sumarsins, dags- og helgarferðir.  Dagskráin er fjölbreytt og freistandi og allir ættu að finna ferð við sitt hæfi. Fyrsta ferðin verður ferð á Úlfarsfell.  Nánari upplýsingar um hverja ferð er að finna á dagatali klúbbsins .
Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni. 

Kynningin hefst kl 20:30 að Brekkustíg 2.