Við erum að fara yfir afslætti sem félagsmenn fá gegn framvísun félagsskírteinis og voru tvö ný fyrirtæki að slást í hópinn. Tri og Mataskur

Tri

Tri opnaði nýlega á Suðurlandsbraut 32 og bjóða félagsmönnum ÍFHK 10 afslátt en þó ekki aukaafslátt af tilboðsvöru. Þeir eru með allt fyrir þríþautarfólk og úrval af vönduðum hjólum og fleiru eða eins og segir á heimasíðu Tri:

TRI-hugsjónin er merkjanleg á marga vegu en hún kemur einna helst fram í hjólreiðum, hlaupi og sundi. Þrátt fyrir þessar áherslur þá snýst hugsjónin um að hvetja til hreyfingar og skemmtunar almennings, hvort sem er í þessum þremur greinum eða öðrum.

Hugsjón okkar mun standa fyrir aukinni hreyfingu ungliða í hjólreiðum og þríþraut þar sem við viljum efla og kynna þær nýjungar sem þar hafa orðið á síðastliðnum árum.

Markmið okkar er að starfsfólk TRI hafi mikla þekkingu á þessum þremur greinum þríþrautarinnar og geti í krafti reynslu sinnar gefið viðskiptavinum greinargóð svör við fyrirspurnum ásamt afbragðsþjónustu og gleði.

Heimasíða Tri

 

Mataskur

Mataskur bíður félagsmönnum ÍFHK 10% afslátt. Þeir bjóða ýmislegt góðgæti s.s. FerðaAsk sem er tilbúið nesti fyrir ferðina.

Heimasíða matasks

Aðrir afslættir til félagsmanna