Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar, þriðjudaginn 28.júní 2011.  Mæting við Viðeyjarferju, Skarfaklettum 3 ekki síðar en kl 19:00, brottför er 19:15.  Kaupa þarf miða í ferjuna (kr 1.000,00), og ef fólk vill fá sér vöfflukaffi í Viðeyjarstofu, þá er stundum tilboð í miðasölunni, sigling og vaffla.  Það verður hjólað um eyjuna, sagan skoðuð sem og hús og minjar.  Siglt aftur til baka kl 22:00

Staðsetningu Viðeyjarferju má sjá hér:http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1548903&x=360376&y=408551&z=8

Ferðanefndin