Nú styttist í stærstu hjólreiðahátíð ársins, hina árlegu Bláalónsþraut á fjallahjóli. Hátíðin fer fram sunnudaginn 12. júní og verður það í 16. skipti sem hún er haldin. Þátttökumet var slegið í fyrra en þá tóku 324 keppendur þátt.  Bláalónsþrautin er fyrst og fremst hjólreiðamót fyrir almenning og tilvalin fyrir fólk sem vill reyna aðeins á sig og njóta góðrar útiveru og fagurs landslags á Reykjanesi í leiðinni og njóta Bláa Lónsins að keppni lokinni.

Keppnin verður með svipuðu sniði og fyrri ár en tvær mikilvægar breytingar breytingar eru gerðar. 

Netskráningu lýkur 3. júní og er það gert vegna þess að notast verður við flögukerfi við tímatöku (allir keppendur hjóla með litla flögu með sér). Keppnisgögn skal sækja í Erninum (Skeifunni 11D) frá 5. til 10. júni.

Lagt af stað frá Ásvallalaug en EKKI frá Strandgötu. Frá Ásvallalaug verður hjólað í lögreglufylgd inn á Kaldárselsveg þar sem hópnum verður safnað saman og ræsing fer fram. Fyrstu 15 keppendurnir frá því í fyrra fá forgang á fyrstu tvær raðirnar í ræsingu. Það er gert til þess að minnka slysahættu og draga úr troðningi og er í samræmi við hefðir í svipuðum atburðum erlendis. Allar gerðir hjóla eru leyfðar en liggistýri (letingjar) eru bönnuð.

Að lokinni keppni fá allir þátttakendur frítt í Bláa Lónið auk þess sem einn besti veitingastaður landsins, LAVA í Bláa Lóninu, gefur öllum súpu eftir keppi. IGS - Nordic Deli gefur öllum samlokur og Vífilfell gefur drykki, bæði á leiðinni og eftir keppni. Húsasmiðjan, Sjóvá, HS orka og HS veitur, reiðhjólaverslunin Örninn og útvarpsstöðin Kaninn styrkja einnig atburðinn.

Þátttakendur fá afslátt í Erninum þegar þeir sækja keppnisgögn þar, 15% af öllum fatnaði, brúsum og brúsastatífum. Einnig 15% afslátt af hinum vinsælu Bontrager XR1 dekkjum sem hafa reynst vel á þessari leið í gegnum árin.

Skráning og nánari upplýsingar hér: http://www.hfr.is/blaa/upplysingar.asp?m=5