Ágætu félagar. Ferðandefnd þakkar góða þátttöku í fyrstu tveim sumarferðum klúbbsins og nú er komið að þeirri þriðju röðinni.

Nú verður sett í torfærugírinn því að þessu sinni verður hjólað yfir Svínaskarð. Grýttur og grófur vegur og brattur á köflum. Svínaskarðið er gömul þjóðleið og liggur á milli Móskarðahnjúka og Skálafells. Þetta er ekta fjallahjólaleið sem hentar þeim sem vilja óhreinka hjólið og reyna á dekk og dempara. Þegar komið er á háskarðið í um 600 m hæð liggur leiðin niður á Kjósarskarðsveg og er einstaklega fallegt og skemmtilegt að rúlla þangað niðureftir. Afgangurinn er auðveldur yfirferðar og liggur leiðin upp á Þingvallaveg og lýkur ferðinni á sama stað og hún hófst. Takið nesti til eins dags og umfram allt: hjálma.

Fararstjóri: Örlygur Sigurjónss.


Heildarvegalengd er 40 km. 


Lagt af stað sunnudaginn 29 maí kl. 13 frá Hrafnhólum á Þingvallavegi. (2,5 km austan við Gljúfrastein). Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér og hjólum sínum á brottfararstað