hest-haus.png

Eins og kom fram í síðasta pósti á póstlistann er stefnt að útgáfu fréttabréfs í byrjun mars og nú hefur verið ákveðinn skilafrestur til 14. febrúar svo nægur tími gefist til vinnslu blaðsins. 

Greinar má senda á netfang klúbbsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við erum þegar komin með tvær ferðasögur í fréttablaðið, tvo pistila og ábendingar um fleira á leiðinni. Við óskum hér með eftir efni frá ykkur eða ábendingar. Það mega vera ferðasögur, reynslusögur, pistlar eða fróðleikur. Það sem ekki kemst í blöðin er alltaf pláss fyrir á vefnum og einnig er alltaf gaman að fá myndir úr hjólaferðum enda er hægt að gefa þeim betra rými á vefnum en á pappír. Ritnefndin stefnir að því að vera snemma á ferðinni þetta árið með alla sína vinnu svo það er betra að fá efni fyrr en seinna. Jafnvel væri gott að láta okkur vita ef eitthvað er í vinnslu svo við getum gert ráð fyrir því í vinnslu blaðanna.