Fimmtudaginn 23 september verður kynning á hjólaferð í Veiðivötn 1. til 3. október. Nú fer að hausta og er þetta kjörið tækifæri til þess að setja punktinn yfir iið á frábæru ferðasumri. Björgvin kemur með kynningarmynd um veiðivötn og svarar öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Þetta er trússferð með skálagistingu. Húsnefnd sér um kaffi og meðlæti og viðgerðaraðstaðan verður opin.

Nánar um ferðina í þessari frétt.

Ferðanefnd