Hjólaferð í Veiðivötn 1. til 3. október. Gist í skálum. Trússferð. Verð er 15.000.- fyrir akstur og gistingu.

Ferðanefndin stendur fyrir helgarferð í Veiðivötn helgina 1. til. 3. október.
Farið verður af stað frá klúbbhúsinu Brekkustíg 2. kl. 20.00 föstudagskvöldið 1. október.
Á laugardeginum hjólum við um um svæðið og skoðum áhugaverða staði sunnan skála. 
Á sunnudeginum hjólum við norðan skála, með stefnu heim á leið.  

Gist verður á sama stað báðar næturnar þannig að ekki þarf að hafa mikinn farangur á hjólinu.

Bókanir þurfa að hafa borist, ekki síðar en kl 21:00 23. september, því það þarf að taka frá pláss fyrir okkur í skálanum. 
 
Verð ferðarinnar verður 15.000 kr. og er það fyrir ferðir fram og til baka ásamt gistingu í skála. 

Tekið verður á móti bókunum í ferðina til kl. 21:00 fimmtudaginn 23. september. Það er hægt að bóka sig bæði með því að hringja í 6910338 (Siggi) siggret@gmail.com  
og 6626440 (Björgvin) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með því að mæta í klúbbhúsið fmmtudagskvöldið 23. september. 
 
Ferðanefnd