Jón BjörnssonJón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, hefur frá árinu 2001 farið í átta hjólaferðir til Evrópu og Asíu um 15 lönd, m.a tvívegis til Santiago de Compostela á Spáni, frá Gdansk niður Evrópu um Istanbúl og austur til Bakú, og er sem stendur að hjóla kringum Eystrasalt og hefur lokið tveim þriðju hlutum. Hann hefur samið tvær bækur um þessar ferðir; Á Jakobsvegi 2002 og Með skör járntjaldsins 2006. Sú þriðja er í smíðum.

Fimmtudaginn 16. september, við upphaf evrópsku Samgönguvikunnar 2010, ætlar Jón að heimsækja Baðstofuloftið okkar í húsnæði Íslenska fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 og segja frá ferðum sínum í máli og myndum.

Húsið opnar kl. 20 og hefst frásögn Jóns kl. 20.30. Það er frítt inn á meðan húsrúm leyfir og boðið upp á kaffi og með því.

Jón Björnsson