einföld hjólastæðiÞað var hringt úr Listaháskólanum í klúbbsímann. Þar eru nemar að velta fyrir sér hönnun á hlutum sem hjólafólki finnst vanta og gæti komið að góðun notum. Það má vera öryggistæki eða hvað eina sem okkur dettur í hug og dregur ekki úr hagkvæmni hjólsins.

Þeim var bent á að mæta í klúbbhúsið 9. sept fyrir hugarflugsfund. Við óskum því sérstaklega eftir að fá hugmyndaríkt fólk á staðinn.

En hvað vantar okkur að sé hannað? Eitthvað á hjólið? Töskur? Bögglabera? Bretti fyrir íslenskar vetraraðstæður?
 
Eitthvað fyrir hjólið? Hjólastæði? Hjólaleiðir yfir gatnamót með aðskillnaði frá gangandi umferð? Búnað til að telja hjólandi umferð? Búnað til að virkja umferðarstýrð umferðarljós frá reiðhjóli?

Við höfum verið að reyna að benda á skemmtilega hönnun á lhm.is
T.d. flottar töskur og praktísk lausn á hjólastæðavanda miðborgarinnar ásamt mörgu fleiru sem við söfnum saman hér.
Endilega sendið okkur linka á svona efni fyrir vefinn þegar þið rekist á eitthvað skemmtilegt. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.