Fimmtudaginn 20. maí kl 20 til 22 býður Íslenski Fjallahjólaklúbburinn upp á ferðaundirbúningsnámskeið.

Allur pakkinn tekinn fyrir af Magnúsi Bergssyni. Hann er sennilega sá eini sem hefur afrekað það að hjóla alla vegi á Íslandi, þar með taldir línuvegir og hálendisvegir. Búnaður, farangur, tjaldgræjur, matur og mataræði, þjálfun og æfingar. Skipulagning lengri hjólaferða hérlendis og erlendis. Frítt inn á meðan húsrúm leifir. Léttar veitingar.
Minnum á að húsið opnar alla daga kl 17:00 á meðan átakið Hjólað í Vinnuna stendur yfir. Það er því gráupplagt að ditta að hjólinu áður en Magnús eys úr viskubrunni sínum.

Stjórnin.