David Robertson kemur í klúbbhúsið og heldur fyrirlestur um hjólamenningu Lundúna, starfssemi Kriacycles og hvernig maður getur gert upp eldri hjól með glæsibrag og litlum tilkostnaði.

Þess má geta að Kriacycles hafa nýverið fengið umboð fyrir Specialized hjól og eru menn stórhuga með framtíðina.

Húsið opnar kl 20:00 með léttum veitingum. kl 20:20 hefst svo sjálfur fyrirlesturinn. Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leifir.

Húsnefnd