banff Banff fjallamyndahátíðin verður haldin mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. apríl. Þetta eru sem sagt tvö kvöld og sýndar verða mismunandi myndir hvorn dag. Dagskrána má finna hér neðar í fréttinni.

Sýningarnar verða í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þær stundvíslega klukkan 20:00. Miðaverð á hvort kvöld er 1.000,- kr. fyrir félaga í Ísalp (framvísið félagsskírteini) en 1.200,- kr. fyrir utanfélagsmenn. Ef keyptir eru miðar á bæði kvöldin í einu eru þeir á 1.600,- kr. fyrir félagsmenn og 2.000,- kr. fyrir aðra.

Við vonumst til að sjá sem flesta og eins og alltaf stólum við á að félagar láti orðið berast og auglýsi hátíðina sem víðast. Dagskráin er fjölbreytt og því eitthvað að finna fyrir allt áhugafólk um útivist og jaðarsport.

Með vorkveðju, Stjórn ÍSALP

Íslenski alpaklúbburinn kynnir:

BANFF FJALLAMYNDAHÁTÍÐIN 2010

26. og 27. apríl í sal Ferðafélags Íslands,Mörkinni 6., Kl. 20:00.

í samstarfi við:Íslenska Fjallaleiðsögumenn og 66° Norður

Hin árlega Banff fjallamyndahátið verður haldin í sal Ferðafélags Íslands dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Sýndar verða stuttmyndir um afrek og ævintýri fólks sem stundar ýmis jaðarsport eins og fjallamennsku, klifur, snjóbretti, fjallaskíði, fjallahjól, BASE-jumping og ýmislegt fleira. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil fólks við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun er sjaldan fjarri.

Það er óhætt að segja að Banff fjallamyndahátíðin sé orðin að ómissandi viðburði fyrir stóran hóp fólks sem bíður hátíðarinnar með óþreyju hvert ár. Íslenski alpaklúbburinn hefur fært Íslendingum Banff fjallamyndahátíðina nokkur undanfarin ár en enginn annar viðburður á Íslandi sameinar jafnmarga afreks- og áhugamenn um jaðaríþróttir undir sama þaki. Í ár er hátíðin haldin í samstarfi við Íslenska Fjallaleiðsögumenn og 66° Norður.

- Sýningarkvöldin verða tvö og mismunandi myndir sýndar hvort skipti.

- Almennt miðaverð er 1200 krónur hvort kvöld en 2000 krónur fyrir bæði kvöldin saman.

- Miðaverð til félaga í Ísalp er 1000 krónur hvort kvöld en 2000 krónur fyrir bæði kvöldin saman.

- Dagskrá og nánari upplýsingar: www.isalp.is/banff

 

Nánar um Banff fjallamyndahátíðina:

Frá árinu 1976 hefur verið haldin kvikmyndahátíð í smábænum Banff í Kanada. Þessi kvikmyndahátíð sker sig úr frá öðrum þar sem myndirnar sem þar eru sýndar og keppa, snúast flestar á einn eða annan hátt um fjöll og jaðarsport. Þar koma saman á einni og sömu hátíðinni myndir sem spanna allt frá háfjallaklifri og skíðamennsku til snæhlébarða og Sherpa. Á hverju ári eru sendar inn ríflega 300 kvikmyndir alls staðar að úr heiminum. Keppa þar á sama vettvangi myndir framhaldsskólanema sem og virtra atvinnumanna frá National Geographic og BBC. Útkoman er oft æði skrautleg.

Á hátíðinni eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum og rjóminn af myndunum er síðan sendur af stað í heimsreisu. Banff-sýningar eru svo haldnar um heim allan á jafn ólíkum stöðum og Austurríki, Argentínu, Indlandi og Íslandi.

Íslenski alpaklúbburinn er stoltur af því að geta boðið upp á Banff fjallamyndahátíðina á Íslandi. Hversu margar hugmyndir að ferðum og leiðöngrum hafa kviknað eftir þessar sýningar er útilokað að segja til um en víst er að Banff fjallamyndahátíðin hefur veitt mörgum innblástur.

 

Dagskrá Banff fjallamyndahátíðarinnar 2010

 

Fyrra kvöldið (26/4)

1. Azazel (Big-wall). 22 mín.

2. On Sight (Klifur). 16 mín.

3. Signatures: Canvas of Snow (Skíði). 16 mín.

- Hlé -

4. Revolution One (Unicycle). 11 mín.

5. Mont-Blanc Speed Flying (Kite). 10 mín.

6. First Ascent: Alone on the Wall (Sólóklifur) 24 mín.

7. NWD10: Dust and Bones (Hjól). 15 mín.

 

 

Seinna kvöldið (27/4)

1. Rowing the Atlantic (Róðrarafrek). 26 mín.

2. Look to the Ground (Hjól). 5 mín.

3. First Ascent: The Impossible Climb (Klifur). 24 mín.

- Hlé -

4. Hunlen (Ísklifur). 13 mín.

5. Project Megawoosh (Verkfræðihúmor). 5 mín.

6. Committed 2: Walk of Life (Klifur). 21 mín.

7. Re:Sessions (Skíði). 17 mín.

banff

 


Sjá frétt á vef Íslenska Alpaklúbbsins: http://www.isalp.is/frettir/2-frettir/1074-banff-banff-banff.html