Viðgerðanámskeið verða haldin í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Það fyrsta verður 8 apríl og hin tvö 15 og 22. Farið verður í stillingar á helsta búnaði reiðhjólsins sb gírum,bremsum,gjörðum auk almennrar umhirðu. Væntanlegir þáttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hjá Garðari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Mælst er til þess að þáttakendur komi með sín eigin hjól því að þá er auðvelt að fá ráðleggingar varðandi ástand þeirra. Kaffi og meðlæti verður að sjálfsöðu borið fram á baðstofuloftinu.
 
 
Húsnefnd.