Það hefur verð talað um það um nokkurt skeið að gaman væri að félögin og klúbbar myndu hjóla saman fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Næstkomandi sunnudag 7. mars förum við fyrstu ferð.

Sjá nánar:

Lagt verður af stað frá gömlu brúnni  í Elliðarárdal skammt frá Árbæjarlaug kl. 9:50. Hjólað sem leið liggur upp Víðidal, gegnum Norðlingaholt upp í gegnum Heiðmörk. Silungapollsveg út á Suðurlandsveg  yfir á Nesjavallaafleggjara, Hafravatnsleið að Skyggni til hægri niður í Mosfellsbæ og út að strönd og meðfram ströndinni vestur eftir.

Á þessari leið getur fólk valið vegalengdir eftir getu. Auðvelt er að hoppa af lestinni við Nesjavallaafleggjara og hjóla í átt að Rauðavatni, næst við Skyggni og hjóla niður í Grafarholt.

Sjá kort af leiðinn

Sjá kort hvar við hittumst

Ef veður breytist til hins verra miðað við núverandi spá skoðum við leiðarval á upphafsreit.

 Helgi Hinriksson