Opið hús verður kl 20:00 til 22:00 að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 4. mars.

Alvöru kaffihúsastemming og veglegt meðlæti í tilefni þess að ný eldhúsaðstaða er tekin í notkun.

Pétur Þór Ragnarsson hjólakappi heldur fyrirlestur um næringu hjólreiðamanna út frá æfingum, keppnum og ferðalögum. Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast. Algengar mýtur og ranghugmyndir. Spurningum svarað og umræður á eftir.  Pétur hefur undanfarið tvö ár skotist upp á stjörnihimininn og er meðal bestu hjólreiðamanna á Íslandi í dag.

 

Húsnefnd.