Eftir gott frí yfir hátíðirnar höldum við veglegt kaffihúsakvöld fimmtudaginn 7. janúar kl 20 í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Það er að fétta af störfum klúbbsins að ferðanefndin og húsnefndin eru að setja saman dagskrá fyrir árið 2010 og verður hún gefin út fljótlega.

Þeir sem hafa hugmyndir eða skoðun á því hvaða viðburði mætti setja á dagskrá eru vinsamlega beðnir um að setja sig í samband við klúbbinn með tölvupósti eða símtali (sjá: klúbburinn -> um okkur)  eða mæta á kaffihúsakvöldið á fimmtudaginn. Allar ferskar hugmyndir vel þegnar.

Stjórnin.