Allt bendir til einmuna veðurblíðu næsta laugardag 21/11/2009 svo ferðanefnd ætlar að nota tækifærið og standa fyrir hjólaferð frá Uxahryggjum til Reykjavíkur.
Lagt verður af stað á bílum frá Klúbbhúsinu kl. 10:00 á laugardagsmorgun. Stutt stopp verður  hjá Orkunni við Kringluna og Select á Ártúnshöfða. Einnig verður hægt að taka fólk upp í Mosfellsbæ ef þess er óskað.
Hjólin verða sett á kerru. Ekið verður sem leið liggur upp að gatnamótum Kaldadals og Uxahryggja og hjólað um Þingvelli í bæinn. Vegalengd er ca 75. Km. Björgvin sér um skráningu í síma 6626440 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Aðeins 13 manns komast í þessa ferð og þáttökugjald er 1500 kr.
Fólk er minnt á að það er mun kaldara á þessum slóðum en á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er talið nauðsynlegt að fólk hafi með sér nesti og eitthvað heitt á brúsa.