Að venju verður opið hús á Brekkustígnum fimmtudaginn 19. nóvember með kaffi og kruðiríi. Að auki munu nokkrir félagar koma og sýna heimasmíðuð ljós og hvernig maður getur bjargað sér góðri byrtu á ódýran hátt. Bæði LED og halogen pælingar fullkláraður búnaður og eins það sem er í smíðum.

Það má notast við ýmislegt úr geymslunni í þarfan búnað svo sem ljós á hjólið yfir skammdegið. Hugmyndaflugið er eina takmörkunin sem okkur er sett. Og með smá aðstoð frá öðrum við að byrja er oft nóg til að koma manni í gang og koma sér upp góðum nothæfum búnaði fyrir veturinn - ekki seinna vænna.

Húsnefnd.