Nú er ferðanefndin tekin til starfa. Vinna við undirbúning ferða næsta árs er hafin. Það væri gott að heyra frá félagsmönnum hvernig ferðir og hvert nefndin ætti að hafa að leiðarljósi við undirbúninginn. Svarið endilega skoðanakönnuninni á forsíðunni.

Nefndin hefur verið að ræða nokkrar útfærslur, sem eru:

 • Dagsferðir:
  Dagsferð hjólað 40 -100 km

 • Helgarferðir:
  Fara á föstudagssíðdegi úr bænum og komið til baka sunnudagskvöld. Stuttar eða miðlungs dagleiðir. Líka hægt að fara á tjaldsvæði með fjölskylduna og hjóla í næsta nágrenni.

 • Sumarleyfisferðir:
  Lengdar helgarferðir 3-7 dagar, um áhugaverð svæði með eða án trússbíls.

 • Jaxlaferðir:
  Frekar erfiðar ferðir. Gæti verið dagsferð eða nokkrir dagar. Miðlungs eða langar dagleiðir.

Hafið endilega samband við undirritaðann varðandi óskir og hugmyndir

Nefndin hefur fengið vilyrði fyrir afnotum af kerru, sem tekur slatta af hjólum og farangri.  

Fyrir hönd ferðanefndar,
Björgvin Hilmarsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.