Tryggvi Hjaltason frá Rútsstöðum í Eyjafirði og öflugur þátttakandi í þriðjudagshjólaferðum Íslenska fjallahjólaklúbbsins kemur í klúbbhúsið fimmtudaginn 30. júlí og sýnir myndir úr hjólaferð sem hann fór um Rallarveginn sem liggur í nágrenni Sognsfjarðar, um Harðangursjökulinn og endaði í Voss. Þetta var fjögurra daga hjólaferð og var meira en fjórfaldur aldursmunur á þeim yngst og elsta í hópnum. Tryggvi er fæddur 1938 og hefur hjólað víða um Noreg. Fór m.a. frá Nordkapp til Osló árið 1959 eða fyrir 50 árum síðan.
Það verður kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin. Allir hjartanlega velkomnir.