Klúbbhúsið Brekkustíg 2Langar þig að hjóla um Ísland í sumar? Þá er rétti tíminn fyrir þig að mæta í klúbbhúsið fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20 og fylgjast með kynningu á fyrirhuguðum hjólaferðum um Ísland næsta sumar.

Ferðanefnd ÍFHK kynnir sumardagskrána og opnar á skráningu í lengri ferðir sumarsins. Meðal ferða sem koma til kynningar er Stóra sumarleyfisferðin sem fer um Fjallabak syðri dagana 3. - 12. júlí. Svo er stefnt á Nesjavelli í maí, Skorradalinn um Jónsmessuna og Óvissuferð í September. Auk þess verða helstu nýjungarnar í styttri ferðum klúbbsins kynntar.

Frá Hjólarækt Útivistar kemur Marrit og kynnir stóra ferð um Vestfirði sem fyrirhuguð er í byrjun júlí.

Það verður heitt á könnunni, opið fyrir aðstöðuna á neðri hæðinni og góður tími fyrir spjall og ráðagerðir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ferðanefndin.