Hestar, hjól og menn samferða í sátt
Laugardaginn 9. mars 2002 sóttu hjólreiðamenn mjög vel heppnaðan fund með hestamönnum, ráðgjafaþjónustu Alta, Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar auk annarra sem vinna í útivistarmálum í austurhluta Reykjavíkur. Fundir af þessu tagi eru nýlunda hér á landi og eiga að uppfylla skilmála Staðardagskrár 21 (SD21) þar sem íbúar eiga að koma að frumdrögum skipulagsmála. Var fundurinn haldinn í félagsheimili Fáks í Víðidal. Hófst hann kl. 10 um morguninn og stóð til klukkan rúmlega 17:00. Af hálfu hjólreiðamanna sóttu Magnús Bergsson, Björn Finnsson og Morten Lange fundinn. Upphaf fundarins má rekja til árekstra milli hestamanna og annars útivistarfólks á nýlögðum stígum frá Víðidal og upp í Heiðmörk. Á fundinum átti að finna leiðir til að laga þessi mál í nútíð og framtíð. Fundurinn var mjög vel skipulagður og vel sóttur, þá sérstaklega af hestamönnum. Hófst hann með því að allir skrifuðu á miða þau vandamál sem menn höfðu staðið frammi fyrir. Sama fyrirkomulag var haft um draumana, þ.e. hvers menn óskuðu sér. Því næst töldu menn upp lausnir á vandamálunum. Svo hófst hópavinnan þar sem menn reyndu að setja raunhæfar lausnir á kort sem hóparnir síðan kynntu.

Ferð Íslenska fjallahjólaklúbbsins með ÍT ferðum. Fólk getur líka komið með í flugið og verið á eigin vegum því að það er fullt af flottum hjólaleiðum á þessu svæði. Fyrir neðan er skipulagið á ferðinni okkar:

Hjola_talnig_15.5.01-c.jpg

Þann 15.05.2001 stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn fyrir talningu á hjólreiðafólki við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar frá kl. 7:00 til 20:00, í 13 m/s eða 6 vindstigum (allhvass) og -0.8°C hita. 

Nú á dögunum barst okkur vilyrði fyrir styrk úr Borgarsjóði til að lagfæra Brekkustíginn enn frekar. Er verið að smíða gluggann og smíða blikkkantana á þakkantana svo að ekki leki inn.Einnig þurfum við að setja hita á efri hæðina og bæta kaffiaðstöðuna.Á sumardaginn fyrsta stóð til að mála allt húsið en Hörpumenn sem veittu okkur Hörpustyrkinn í fyrra réðu okkur frá því vegna þess að enn væri of kalt. Það mætti hins vegar vaskur hópur í klúbbhúsið á sumardaginn fyrsta og málaði allt húsið að innan gerði þar ýmis smáverk sem ekki veitt af að gera.Fljótlega verður húsið grunnað og málað að utan með grillveislu í lok dags svo að nú fylgjumst við með veðurspánni, veljum hentugan dag, og hóum í mannskapinn gegnum tölvupóstlistann.

   "Eins og að hjóla yfir mólendi" var fyrirsögn á athyglisverðri frétt í Morgunblaðinu 31. ágúst 2000 um íbúa í Garðabæ sem ofbauð aðstæður til hjólreiða, settist niður og skifaði bréf til bæjaryfirvalda í Garðabæ. Þar færði hún rök fyrir máli sínu og var bréfið tekið fyrir á fundi bæjarráðs. Það þarf að láta í sér heyra ef maður vill breytingar.  Það kom í ljós að þar á bæ var meira lagt upp úr því að leggja lengri stíga en að huga að því að gera það almennilega, stígarnir voru lagðir án undirbyggingar og voru svo skemmdir eftir frostlyftingar að, eins og íbúinn komst svo lýsandi að orði, það er "eins og að hjóla yfir mólendi".
   Það er ekki nóg að leggja stíga sem líta vel út á kortum og í pappírum, það þarf að vanda til verka þannig að þeir nýtist til samgangna, árið um kring og til framtíðar. Lesið fréttina alla hér fyrir neðan.  PG

 

P6180066.jpg Þann 18. júní s.l. var haldin hjólreiðadagur í Reykjavík í samvinnu Fjallahjólaklúbbsins, ÍBR og VÍS. Þarna var boðið uppá ýmsar þrautir og hjólatúr og einnig var þarna kynning á ýmsum búnaði tengdum hjólreiðum. Þarna mætti dágóður slatti af fólki á öllum aldri. Byrjað var á að fara hring í Laugardalnum og allir fengu Sprite og Prince og þau sem voru heppin unnu hjálma og húfur. Síðan kom á daginn að það, að fara bara hring í Laugardalnum var alls ekki nóg fyrir hjólaþyrsta hjólafíkla svo ákveðið var að fara upp í Elliðaárdal og bjuggumst við nú við að aðeins þeir allra hörðustu myndu fara en, það stormaði öll hersingin upp eftir og alla leið upp að stíflunni og þar yfir og svo sömu leið til baka. Það hellirigndi á okkur, nema hvað (annað hefði nú verið ósanngjarnt), en það var logn. Þegar við komum aftur í Laugardalinn fengu allir hressingu og eftir tískusýningu lauk svo þessum ágæta degi.