Við ætlum í óvænta helgarferð 30 maí.

Fyrri dagleiðin er þægileg, allt á jafnsléttu, á malbiki og góðum malarvegum. Við munum hjóla frá Selfossi, niður að sjónum, að Stokkseyri, þar sem við munum gera hádegishlé og taka brimið og særokið inn í sálina. Hjólum aftur í norður að bílunum, þá höfum við lagt að baki 40 km og áætlum að það taki 5-6 tíma með hléum. Erfiðleikastig 4 af 10.

Okkur hafa borist nokkrar fyrirspurnir vegna ferðar okkar í Þjórsárdal 18 júlí. Nú setur covid smá strik í reikninginn og við vitum ekki hvort ástandið verði óbreytt eða hafi breyst til hins betra eða verra. Í dag er til dæmis mælt með því að fólk ferðist ekki saman í bílum (nema það búi saman), það eru fjöldatakmarkanir í skálum og það þarf að halda tveggja metra fjarlægð.

Takið næsta þriðjudag frá því þann 27. ágúst er lokahóf þriðjudagskvöldferðanna. Við munum hjóla upp í Mosfellsbæ. Geir er svo elskulegur að bjóða okkur enn og aftur heim til sín í heitt súkkulaði og ilmandi bakstur. Þar verður Mætingameistari 2019 krýndur, hlaðinn gjöfum, myndaður í bak og fyrir, knúsaður og kreistur.

Helgarferð til eyjunnar fögru.  Hjólaferðin hefst laugardaginn 10 ágúst kl 11:00 á Tjaldsvæðinu í Herjólfsdal.  Fólk kemur sér sjálft á staðinn, en um að gera að sameinast í bíla.  Flestir fara á föstudegi til Eyja og farið er út að borða bæði kvöldin. 

Klúbburinn er 30 ára í ár og að því tilefni er verið að skipuleggja ferð um Móseldalinn í Þýskalandi nú í haust.

Stefnt er að því að fara ca.  1. september og vera í 8 daga. Leiðin liggur að mestu á hjólastígum niður með ánni Mósel, en einnig í umferð eða á hjólareinum. Möguleikar á útúrdúrum eru á nokkrum stöðum og eru þær leiðir sumar erfiðari yfirferðar og krefjast meiri færni. Valdir voru ódýrir gististaðir til að halda kostnaði niðri. Ferðin hentar fólki í þokkalegu almennu formi en ekki er þörf á mikilli tæknilegri færni á hjóli þar sem stígar og vegurinn er góður (fyrir utan útúrdúrana sem eru valfrjálsir). Dagleiðir geta farið upp í 70km. eins og planið er núna.

Fjallahjólaklúbburinn var stofnaður fyrir 30 árum og af því tilefni langar okkur að fagna með smá grillveislu 27. júlí.  Hún verður haldin í Heiðmörk, í skála Norðmanna.  Hægt að gista í skálanum ef gleðin teygist fram eftir kvöldi.  Við þurfum að rukka kr 1000 kall svo við getum skipulagt herlegheitin, en í boðinu verður grillveisla, gos, rautt, hvítt og bjór.  Og að sjálfsögðu afmælisterta og kaffisopi.  250 krónur fyrir börn.  Vinsamlega leggið inn á reikninginn okkar sem fyrst og sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að staðfesta þátttöku.  0515-26-600691 ktal: 6006911399

Helgina 6.-7. júlí verður farið í helgarferð um Snæfellsnes og Hítardal.

Á laugardag, 6 júlí hjólum við um Berserkjahraun. Lagt af stað frá Stykkishólmi kl 10:00 Leiðin er að mestu á malarvegi og hægt að velja um 40 eða 60 km hjóladag. Í lok dags förum við í sund á Stykkishólmi. Síðan verður kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.

Á sunnudaginn tökum við pjönkur okkar saman og keyrum í átt til Borgarness. En áður en við snæðum þar hamborgara samkvæmt hefð, þá ætlum við að hjóla Hítardalinn. Þar voru náttúruhamfarir í fyrra, við munum skoða skriðuna í kristilegri fjarlægð og undra okkur á ægikröftum náttúrunnar. Leiðin er á malarvegi og við höfum aftur möguleika á að hjóla 20-40 km þann daginn.

Erfiðleikastig 5 af 10. Fólk þarf að vera vant hjólreiðum og hafa hjólað í 1-2 klukkustundir samfleytt án vandkvæða.

Skagafjörður

Íslenski fjallahjólaklúbburinn fer í helgarferð um Skagafjörð 7. - 9. júní.

 

Áætlað er að hjóla um Skagafjörð í góðu veðri og mikilli náttúrufegurð þar sem sagan er á hverju strái, blómlegur landbúnaður og fjölbreytt dýralíf.
Boðið er uppá góða aðstöðu í sumarbústað í Varmahlíð þar sem einhverjir geta fengið gistingu einnig er tjaldsvæði , hótel, sundlaug og veitingastaðir í göngufæri. Möguleiki er á að nýta bústaðinn fram eftir vikunni.

Það verður létt viðgerðarnámskeið með sýnikennslu fyrir félagsmenn á Brekkustig 2 frá kl 20:00 til 21:00 fimmtudagskvöld 16. maí. Farið verður yfir dekkjaskipti, gera við sprungið dekk, skipta um bremsupúða, stilla gíra og skipta um keðju. Heitt á könnunni á efri hæðinni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni á eftir. Hægt að skipta yfir á sumardekk og spreyta sig á eigin hjóli. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Framundan er helgarferð um ægifagurt landssag.  Lagt af stað laugardaginn 18 maí kl 11:00 frá Olís bensínstöðinni við Norðlingaholt.  Hjólað verður eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg.  Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns. Þar verður gist í góðum bústöðum með heitum potti.  Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki.  Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer.

Íslenska hjólakortið - Cycling and the independent traveler around Iceland 2019

Ný útgáfa af íslenska hjólakortinu er væntanleg 1. júní 2019. Kortið verður á ensku og dreift frítt í öllum betri hjólabúðum og upplýsingamiðstöðvum ferðamanna. Allt efni kortsins er svo aðgengilegt á www.cyclingiceland.is Þar verður meðal annars:

Samgöngusamningar  - Breyttar reglur fyrir 2019

Það er ekki bara gott fyrir heilsuna og umhverfið að hjóla í vinnuna það er líka gott fyrir budduna. Og til að hvetja fólk ennfrekar til að hvíla bílinn er hægt að semja um aukagreiðslur frá vinnuveitanda allt að hámarki samtals 8.000 kr. á mánuði og fá borgað fyrir að hjóla í vinnuna. Af 8.000 kr. launum fara um 3.000 kr. vanalega í skatt en beint í þinn vasa með þessu fyrirkomulagi.

Kæru félagar. Á fimmtudagskvöld kemur nýr Hjólhestur í Klúbbhúsið ásamt nýjum félagsskírteinum og ætlum við að pakka þeim til dreifingar og ekki verra að fá sjálfboðaliða til að hjálpa til. Félagsmanna sem borguðu árgjaldið í fyrra bíða þessi fallegu sérmerktu skírteini eins og á myndinni. Við bíðum aðeins með að afhjúpa sjálfan Hjólhestinn.

Þorgerður Guðrún Jónsdóttir

Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 25. nóvember 2018 og var þar kosinn nýr formaður og stjórn og gerðar lítillegar breytingar á lögum klúbbsins.