Ágætu félagar. Það styttist í fyrstu helgarferð á vegum ferðanefndar sem er 23-24. júní. Hér er um að ræða 2 daga ferð upp að Snæfellsjökli, Fróðárheiði, Berserkjahraun og Vatnaleið. 100 km og nóg af niðurbruni, klifri, aur, snjó og malbiki allt í bland. Ferðatilhögun er lýst hér

fb-tweedrunreykjavik.jpgFyrirhuguð er skrúðreið um borgina þar sem fólk hjólar um í sínu fínasta pússi, helst tweed fatnaði eða álíka klassískum fatnaði. Fjölmennum og tökum þátt í þessum skemmtilega viðburði. Hér er kynningartexti af kynningarsíðu viðburðarins:

Tweed Run í Reykjavík. Laugardaginn 16.6.2012. Mæting Kl.14. Hallgrímskirkja

Árið 2009 tóku reiðhjóláhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir óphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og jóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og – kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og irðuleg borgarhjól.

Nú er komið að Reykjavík

Klúbbhúsið Berkkustíg 2Næstkomandi fimmtudag  24 maí er vorhátíð fjallahjólaklúbbsins. Grillaðar pylsur og drykkir í boði klúbbsins og endilega taktu með þér gesti. Eins og fyrr er viðgerðaraðstaðan opin og verður Arnaldur með fullt af nyjum verkfærum.
Kætumst saman og höfum gaman.

Bíókvöld verður haldið fimmtudaginn 10 maí. Sýnd verður myndin Life Cycles sem er konfektmoli fyrir augu og eyru.

Við ætlum að poppa og hafa alvöru stemningu.

Viðgerðarastaðan verður opin sem áður og nú fjölmennum við.

Næsta fimmtudagskvöld ætlar hún Jóna Hildur, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, að kíkja til okkar í heimsókn, halda smá kynningu á Hjólað í vinnuna og spjalla við gesti.
Í kaffihorninu verða í boði espresso, macchiato, capuccino og latte.

Þá hefjast aftur þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins.  Brottför þriðjudaginn 1. maí kl 19:30 frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, aðalinngangi.  Hjólað er í rólegheitum í gegn um Fossvogsdalinn, vestur í bæ og endað í vöfflukaffi í Klúbbhúsinu okkar á Brekkustíg 2.  Allir velkomnir.

Á fimmtudagskvöldið kemur Haukur Eggertsson í heimsókn og segir frá sjö ferðum yfir Arnarvatnsheiði og drögum að þeirri áttundu. Haukur er þaulvanur hjólaferðum á hálendinu og um að gera að njóta mynda, frásagnar og tækifæris til spurninga. Haukur á einnig afmæli þennan dag svo honum hefur verið lofað afmælisköku og góðu kaffi. Allir hvattir til að mæta og syngja afmælissönginn.

Páll Guðjónsson Fróðlegt er að skoða stórauknar hjólreiðar frá 2008 í ljósi mjög öflugs áróðurs- og fræðslustarfs okkar frá sama tíma. Í Hjólhestinum 2008 kynntum við fyrst tækni samgönguhjólreiða og hversu öruggar þær eru og áfram síðan þá með útgáfu blaða í samtals 42.000 eintökum með þessu. Einnig rekum við öflugar vefsíður og nýtum samfélagsmiðla. Frá 2010 höfum við svo dreift sérstökum hjólreiðabæklingum sem er ætlað að bæta ímynd hjólreiða, berjast gegn mýtum, fræða um kosti hjólreiða og auka öryggi með kennslu í tækni samgönguhjólreiða.

Páll Guðjónsson LHM hefur reynt að miðla fréttum af áformum um framkvæmdir fyrir hjólafólk á vef sínum lhm.is og hefur undanfarið frést af nýjum göngubrúm og stígum allt frá Mosfellsbæ að Grindavík og í kringum Mývatn. Stærstu áformin eru líklega hjá Reykjavíkurborg sem ætlar að leggja hjólastíg frá Hlemmi meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut og með nýjum brúm allt inn í Bryggjuhverfi. Framan af verður umferð gangandi og hjólandi aðskilin. 

Arni_Davidsson Skoðanakannanir sem eru gerðar í október ár hvert sýna mikla aukningu hjólreiða í Reykjavík frá 2008 en fjöldi hjólandi virðist hafa verið stöðugur frá um 2000. Hlutfall svarenda sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla á morgnana eykst frá um 2% 2008 upp í rúmlega 5% 2011.

Páll Guðjónsson Nýjustu tölur má finna í könnuninni Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sýna enn meiri hjólreiðar. Af þeim 4.853 sem svöruðu hjóluðu 61% og þar af 12,4 % allt árið. Á sumum svæðum var hlutfall þeirra sem hjóla allt árið mun hærra;  Miðbær og Tún 20%, Hagar, Melar og Nes 17%, Múlar og Sund 16%. Fæstir hjóluðu allt árið um kring í Breiðholti 7% og í Kópavogi  9%. Öll önnur hverfi voru með 10% eða meiri hlutdeild. Af þeim sem tóku þátt í könnuninni frá 26. október til 6. desember 2011 höfðu 3,8% hjólað til vinnu eða skóla þann daginn.

Morten Lange Á stígum innan um gangandi fólk á að hjóla fremur hægt, ekki miklu hraðar en á gönguhraða þegar taka á fram úr eða mæta.

Rafmagnsreiðhjól munu einungis teljast reiðhjól ef þarf að snúa pedala til að fá aðstoð, krafturinn er að hámarki 250 W og dregur úr honum upp að 25 km/klst (Miðað við að Ísland taki upp tilskipun 2002/24 frá ESB)

Til er sjónarmið í umferðaröryggismálum sem tekur sérstakt tillit til jákvæðra áhrifa göngu og hjólreiða á lýðheilsu og umhverfi, og leggur áherslu á ábyrgð ökumanna þungra ökutækja. (Road Danger Reduction)

Páll Guðjónsson Reykjavíkurborg hefur stigið nokkur mikilvæg skref í átt að því að bæta aðstæður þeirra sem kjósa að nota reiðhjólið til samgangna. Bæði hefur borgin útbúið og samþykkt Hjólreiðaáætlun og Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjól sem vonandi tryggja að farið verði í að leggja a.m.k. 10 km af hjólastígum árlega og að þær hjólaleiðir uppfylli þarfir hjólreiðafólks, en oft hefur verið misbrestur á því. Nágrannasveitafélögin eru líka í startholunum með svipaða vinnu og er það vel.

Næsta fimmtudagskvöld er þriðja og síðasta viðgerðarnámskeiðið og verða bremsur teknar fyrir. Byrjað verður að fara yfir mismunandi tegundir bremsa og svo farið í stillingu og viðhald á gjarðabremsum.

Eftir kaffi verður svo litið á diskabremsur. Sýnt verður hvernig má liðka þær til og stilla. Eins og vanalega verður opið fyrir fjörugar umræður um þessi mál.

Í apríl heldur Fjallahjólaklúbburinn þrjú viðgerðanámskeið á reiðhjólum. Námskeiðin eru haldin fimmtudagana 5., 12. og 19. apríl í félagsaðstöðu klúbbsins að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl. 20 og námskeiðin hefjast stundvíslega kl. 20:15 á verkstæðinu á jarðhæð. Uppi verður að vanda boðið upp á kaffispjall og léttar veitingar í kaffihléi.

lhm.gif Aðalfundur LHM verður haldinn miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal A í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburði á svæði LHM á Fésbókinni.

Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur eru nú aðildarfélög að LHM.

Sjá nánar hér:  Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna

KlúbbhúsiðUndirritaður ætlar að bjóða upp á gott kaffi og segja frá nokkrum góðum leiðum sem hann hefur hjólað Undanfarin tvö sumur. Því miður hef ég aldrei myndavél í för svo myndir verða ekki í boði en vonandi get ég glatt einhverja með frásögn af skemmtilegum leiðum.
Arnaldur

almost-all-lights.jpgÞað er nauðsynlegt að hafa góð ljós á hjólunum stóran part ársins og lengi vel vorum við með ýtarlegar úttektir á gæðum ljósa í Hjólhestinum. Hér er ágæt úttekt á 16 afturljósum frá ýmsum framleiðendum og ættu Íslendingar að kannast við sum þeirra.

Aðalatriðið er kannski hversu mikill munur er enn á ljósunum og að enn er verið að selja hálf gagnslaus ljós því miður innan um stórgóð ljós eins og sést á ljósstyrknum sem mældur er frá 800 og upp í 23000.

Arnaldur reiðir fram kaffi af miklu listfengi á efri hæðinni.  Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.

Nýr Hjólhestur er koinn úr prentsmiðju og vantar okkur aðstoð við að pakka honum og greiðsluseðlum fyrir póstsendingu. Það væri gaman að fá sem flesta til aðstoðar.  Boðið verður upp á pizzu og gos.

Félagsgjöldin eru komin í heimabanka flestra og sumir búnir að borga. Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá kemur nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og við spörum okkur auka póstburðargjöld. Annars er bara glænýr Hjólhestur að leggja af stað til ykkar með greiðsluseðilinn.

Þau ykkar sem ekki eruð félagsmenn ættuð að kíla á það að ganga í klúbbinn og styðja við bakið á okkur. Það kostar litlar 2000 kr sem sparast fljót með þeim afsláttum sem bjóðast gegn framvísun félagsskírteina. Sjá nánar hér .

Stjórnin

Á málþinginu verður fjallað um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri. 

Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt.

Dagskrána og nánari upplýsingar má sjá á vef Landssamtaka hjólreiðamanna: Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi, málþing