Vesturgatan - fjallahjólreiðakeppni Höfrungs (Svalvogahringurinn) verður hjóluð í annað sinn laugardaginn 16. júlí 2011.

Keppnin hefst á rásmarki við sundlaugina á Þingeyri og verður hjólað saman á eftir leiðsögubíl á malbiki að flugvellinum (2k) þar sem keppnin verður gefin frjáls. Leið liggur í gegnum bæjarhlaðið á Kirkjubóli, upp Kirkjubólsdal og yfir Kvennaskarð (Kaldbakur), um 600m hækkun, niður Fossdal niður að sjó (Stapadal í Arnarfirði), eftir ýtuvegi Elíasar Kjaran inn Dýrafjörð, (um 28k á grófum malarvegi,sand- og grjótfjöru) inn að flugvellinum  og frá flugvellinum um 2k á malbiki inn á Þingeyri.  Endamark er á sama stað og rásmark, við sundlaugina á Þingeyri. Heildarvegalengd er 55 km og heildarhækkun 1080m.

 

Fyrstu 3 karlar og fyrstu 3 konu fá veglega verðlaunapeninga en auk þess fá allir þátttakendur orkudrykk á leiðinni, orkubita eftir hjólið, grill og frítt í sund. Þátttökugjald er 2000 kr.

 

STAÐUR: Þingeyri við Dýrafjörð

 

TEGUND KEPPNI: Fjallahjólreiðar-hópstart, 55 km / 1080 m heildarhækkun.

 

SKRÁNING: Netskráning fer fram á  www.hlaup.com [1]  - fyrir kl. 12:00 þann 14. júlí. 

 

SKRÁNINGARGJALD: Keppnisgjald er 2000 kr. á mann í netskráningu. Innifalið í skráningargjaldi er aðgangur að sundlaug, heitum potti og gufu í Sundlaug Þingeyrar eftir keppni.

 

EFTIRSKRÁNING: Hægt er að skrá sig á keppnisstað á milli 9:00 og 10:00 en athugið að skráningargjald í eftirskráningu er 4000kr.

 

FLOKKAR: Opinn flokkur karla og kvenna.

 

RÁSMARK OG ENDAMARK: Start/Mark er við Sundlaug Þingeyrar (framan við kirkjuna á Þingeyri)

 

TÍMI: Ræst verður kl. 10:00  - 16. júlí (07) 2011

 

INNRITUN/AFHENDING RÁSNÚMERA:   Við Sundlaug Þingeyrar.  Innritun/afhending opnar klukkan 9:00, klukkutíma fyrir start. Númer staðsetjist á vinstri öxl og á stýri reiðhjóls.

 

LEIÐ: Sundlaug Þingeyrar - Þingeyrar Flugvöllur – Kirkjubólsdalur – Kvennaskarð(Kaldbakur) – Fossdalur – Sléttanes – Svalvogar – Sveinseyri – Haukadalur – Sundlaug Þingeyrar.

 

BÚNINGSAÐATAÐA: Búningsaðstaða og aðgangur að snyrtingum er í Sundlaug Þingeyrar. Bílastæði eru við Sundlaug Þingeyrar

 

DRYKKJARSTÖÐVAR: Ein drykkjarstöð verður á leiðinni ca. á hálfri leið.  Einnig verður boðið upp á orkudrykki, vatn og eitthvað að bíta í á marksvæðinu.

 

ÖRYGGISMÁL: Björgunarsveit Þingeyrar er til staðar á Þingeyri í tilfelli óhappa. Öryggisbíll/”fægiskóflan” fer á eftir síðustu þáttakendum og aðstoðar þá sem þurfa. Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni. Hjálmaskylda er í keppninni. 

 


 

Allir velkomnir

 


 

Pálmar Kristmundsson

Nánari upplýsingar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

-----
vesturgatan.jpg