29. maí 2010 - Hjólaferð í Bása frestað, hjólað í Bláa lónið í staðinn. Hjólaræktin fékk ekki leyfi til að hjóla fyrir neðan Gígjökul um helgina og því er ferðinni frestað. Í staðinn verður hjólað í Bláa lónið. Mæting er á laugardagsmorguninn kl.10:00 á bílaplani við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Keyrt á eigin bílum í Bláa lónið. Hjólaðir verða um 42 km frá Bláa lóninu meðfram vatnsröri, Eldvörpum og Sandfelli að Reykjanesvita. Svo verður hjólað til baka til Grindavíkur og endar hjólaferðin við Bláa lónið en um helgina er tilboð þar (1000 kr.). Munið eftir nesti, viðgerðarsetti, sundfötum og veski.