Fimmtudaginn 25. kl 20:00 til 22:00 munu Íslandsvinir kynna ferð sem farin verður í sumar um Gardavatnið á Ítalíu og Fjallakofinn kynnir vandaðan hjólafatnað fyrir íslenskt veðurfar.  Áður auglýst Voffakvöld fellur niður.
 

Gardavatnið á Ítalíu og nágrenni þess er rómað fyrir mikla náttúrufegurð og ferðaskrifstofan Íslandsvinir er að bjóða hjóla- og útivistarferð þangað dagana 21. – 28. ágúst 2010. Alltaf er gist á sama hótelinu og þaðan farið í ýmsar áttir til að fá mikla fjölbreytni í landslagi til að upplifa og njóta.  Brandur Jón Guðjónsson fararstjóri verður með kynningu á ferðinni 25. mars í klúbbhúsinu. Brandur er jafnframt starfsmaður útivistarvöruverslunarinnar Fjallakofans og mun líka kynna ýmsar vörur sem að þar eru til sölu og gagnlegar eru hjólafólki. Má þar nefna fatnað frá Löffler, nærföt og sokka frá Smartwool o.fl. o.fl. Við minnum á að félagar í Fjallahjólaklúbbnum njóta afsláttarkjara í Fjallakofanum. Húsnefndin