Núna á fimmtudaginn 11. mars kl 20 til 22 verður haldið hið sívinsæla Kompukvöld. Eins og áður eru þessi kvöld ætluð til sölu á hjólabúnaði ýmiskonar. Hefur þessi uppákoma mælst afar vel fyrir og hefur  fólk gert góð kaup svo ekki sé meira sagt. vantar þig afturskipti, dempara eða hjólaskó ? Kanski verður heppnin með þér á fimmtudaginn? Kaffi á könnunni og að sjálfsögðu er viðgerðaraðstaðan opin. Ný og betri aðstaða á baðstofuloftinu, sjón er sögu rikari.
 
Ef þú átt hjóladót eða búnað sem þú notar ekki, endilega komdu með það með þér. Aldrei að vita nema þú finnir kaupanda
 
Húsnefnd.